Í notalegu umhverfi framkvæma nuddarar og snyrtifræðingar okkar allar spameðferðirnar hjá Fegurð og Spa. Notum við hinar margverðlaunuðu snyrtivörur frá Eminence í Spa meðferðum okkar. Vörur sem eru fullkomlega hreinar, (organic) án parabena og litarefna. Vegna frábærrar virkni Eminence verður húð þín silkimjúk og ljómandi og upplifun þín alveg einstök.

Hvort sem það eru einstaklingar eða hópar tökum við vel á móti ykkur.

Við mælum með að fólk gefi sér góðan tíma í heilsulindinni okkar fyrir meðferðirnar til að upplifunin verði áhrifameiri og notalegri.

 

Coco Luscious

Hreinsandi og rakagefandi líkamsmeðferð
Hvað er betra en að upplifa aftur saumarfríið en með þessari ómótsæðilegu líkamsmeðferð. Húðin yngist upp frá toppi til táar þegar líkaminn er skrúbbaður upp úr Raw Cane Sugar og Virgin Coconut Oils. Umvefðu þig síðan vellíðan frá Mango Sufflé með  rakagefandi ensímum sem næra þurra húð. Endaðu síðan ferðina á lúxus heilnuddi með Vatnsmelónu, Papaya og Virgin Coconut Oils sem gerir húðina stinnari og silkimjúka.

Verð
60 mín. 14.900.

 

Sellulite Busting

Líkamsvafningar
Náttúruleg organic meðferð fyrir þá sem vilja ná auknum árangri í líkamsrækt eða fyrir þá sem styttra eru komnir en vilja fá „þetta extra“. Við byrjum á því að vefja þig inn í blöndu af jurtum og kryddum sem auka viðgerðarferli vöðvanna, örva fituniðurbrot, draga úr bólgum og hjálpa líkamanum að losa sig við uppsöfnuð eiturefni. Síðan endum við á því að gefa djúpvirkandi vöðvanudd með styrkjandi og hitandi nuddkremi.  Þessi jurtasellulitemeðferð er mjög virk og skilar frábærum sjáanlegum árangri sem næst best með því að taka 4-6  skipta meðferð.

Verð
Rass og læri – 8.900.

Rass, læri og magi – 9.900.

Rass, læri, magi og upphandleggir – 10.900.

20% staðgreiðsluafsláttur þegar tekinn er meðferð í fjögur eða fleiri skipti