Afpantanir
Við skiljum að ófyrirséðir atburðir geta komið upp hjá öllum. Til þess að við getum komið sem
best til móts við viðskiptavini okkar höfum við eftirfarandi reglur í heiðri:
Ef þú þarft að afpanta, vinsamlegast tilkynntu okkur það með 24 klukkustunda fyrirvara.
Með þessu gefur þú öðrum tækifæri á að panta tíma hjá okkur. Ef að einhverra hluta vegna
þú getur ekki afpantað með 24 klukkustunda fyrirvara verður 50% forfallagjald rukkað fyrir
tíman þinn.
Mætir ekki
Sá sem gleymir eða meðvitað kemur ekki í tíman sinn telst það sem „skróp“. Verða þeir að
borga fyrir þann tíma sem þeir mættu ekki í.
Kemur of seint
Ef komið er of seint í tíman sinn styttist hann sem um það nemur til að það raski ekki tíma
þeirra sem á eftir koma. Það fer eftir því hversu seint er komið í tíman hvort
snyrtifræðingurinn þinn metur það svo að nægur tími sé eftir til að hefja meðferð. Við gætum
þurft að finna annan tíma fyrir þig svo hægt sé að ljúka þeirri meðferð sem pöntuð var. Óháð
því hversu löng meðferð þín er er „full lengd“ hennar ávallt á þína ábyrgð. Af virðingu og
tillitssemi við snyrtifræðing þinn og aðra viðskiptavini, vinsamlegast komið á réttum tíma.
Við hlökkum til að sjá þig!
Endurgreiðslur
Ekki er endurgreitt fyrir meðferð sem þegar hefur verið gerð. Við kaup á „pakka“ eða röð
meðferða og viðkomandi hættir eftir nokkur skipti telst það eins og að þjónustan hafi verið
veitt að fullu. Ef þú vilt hætta meðferðinni eftir nokkur skipti er hægt að færa inneign þína
yfir á næstu meðferð eða vöru sem í boði er hjá Fegurð og Spa.
*Við veitum okkur þann rétt að breyta þessum skilmálum án fyrirvara. Ef þú hefur einhverjar
spurningar eða þarft aðstoð varðandi greiðslu á meðferðum hjá Fegurð og Spa vinsamlegast
snúðu þér til dömunnar í afgreiðslunni.