Varanleg förðun/Tattoo

Svokölluð varanleg förðun er orðin afar vinsæl ekki bara hjá fólki sem missir augabrúnirnar af völdum lyfjameðferðar eða sjúkdóma heldur líka þeim sem vilja skerpa línur augabrúna og augnumgjarðar í fegrunarskini. Frábært fyrir útivistar- og íþróttafólk.

 

Augabrúnir
Vinsælast hjá okkur í dag er MICRO-BLADING HAIRSTROKE AUGABRÚNAMEÐFERÐ. Einnig bjóðum við upp á Micro-Blading með skyggðum grunni sem gerir raunverulegri brúnir með 3 víddar áhrifum. Þetta er hægt að gera þó engin hár séu eða setja hár inná milli í gisnar brúnir. Kemur þetta fallega út og sést jafnvel ekki að sé teiknað. Micro-Blading er fallegt í augabrúnir hjá karlmönnum sem litlar brúnir hafa.

 

Augu
Tattooveruð lína í kringum augu (eyeliner) gerum við á nokkra vegu: fínleg lína á augnlok og undir augu. Þykk lína á augnlok og er neðri línan oft höfð hálfa leið og látin deyja út. Latínó augnlína á augnlok.

Lýti
Hægt er að lagfæra ýmis lýti með tattooi t.d. setja lit í ör sem eru oft hvít og lita nýja geirvörtu (í staðin fyrir húðflutinga) fyrir konur með uppbyggð brjóst.

Gerum við allar meðferðir í samráði við viðskiptavin bæði hvað varðar litaval og lögun. Við notum mjög góð deyfikrem og eru þetta því tiltölulega þægilegar og sársaukalitlar meðferðir. Þessi tattoo fara grynnra í húðina en venjulegt húðflúr/tattoo og endist því í ca. 2-3 ár þar sem ekkert blek er sett í PHI BROWS litina. En auðvelt er að skerpa þá upp.

Athugið: Starfsleyfi þarf frá Heilbrigðisráðuneyti til þess að starfa við tattoo. Láttu fagmann sjá um þitt útlit. Við erum viðurkenndir meðferðaraðilar hjá sjúkratryggingum Íslands og gegn framvísun reiknings frá okkur fæst endurgreiðsla fyrir meðferðaraðila í krabbameinsmeðferð.

 

PHI BROWS
Réttur litur er það mikilvægasta til að fá sem fallegasta útkomu. Þess vegna bjóðum við upp á hið heimsþekkta merki í Permanent Make-up, PHI BROWS, sem býr yfir sérhönnuðu litakerfi og fallegum hágæða litum sem teljast þeir bestu á markaðinum í dag. Litirnir hafa verið prófaðir fyrir litastöðugleika, öryggi og útkomu.

PHI BROWS litir eru framleiddir samkvæmt sömu ströngu stöðlunum og tækjabúnaður fyrirtækisins. Stangt eftirlit tryggir að aðeins bestu fáanlegu litarefni eru notuð við gerð litanna. Allir litir eru skoðaðir vegna efnasamsetningu þeirra og uppbyggingu, mengunarhættu, kristalsforms, litadýptar og hreinleika. Fyrir lengri tíma endingu er litadýpt og varðveisla lykillinn. PHI BROWS notar sérstakt framleiðsluferli til að hámarka gæði litanna. Litaspjaldið er sérstaklega hannað til að ná fram náttúrulegu útliti og langvarandi árangri.

 

Varanleg förðun (Tattoo)
Verð
Augabrúnir „Microblading“ 2 skipti
120 mín. 72.000.

Augnlína 2 skipti
120 mín. 72.000.

Lagfæring á eldra tattoo frá okkur, 1 skipti
90 mín. 45.000.

Lagfæring á eldra tattoo frá öðrum fagaðila, 1 skipti
90 mín. 55.000.

Microblade augabrúnir tími 3
60 mín. 35.000.

Litun
Ekta litun ýmist á augnahár og/eða augabrúnir. Brúnir eru fallega mótaðar með plokkun eða vaxmeðferð.

Notum eingöngu vax sem fer afar vel með húðina. Mýkjandi augnkrem borið á á eftir.
Tími 30 mínútur.

Plokkun
Brúnirnar eru fallega mótaðar eftir andlitsfalli hvers og eins, ýmist með vaxi eða plokkaðar.
Tími 30 mínútur.

Verð

Litun augnahár/brúnir, mótun plokkun wax
60 mín. 7.900.

Litun augnahár
30 mín. 6.900.

Litun augabrúnir, mótun plokkun/vax
30. mín. 6.900.

Plokkun/vax mótun á brúnir
30-45 mín. Frá 5.900-9.900.

Dekur litun og plokkun/vax

Brúnir mótaðar með vaxi eða plokkun og litaðar með hlýjum brúnum lit. Augnahár lituð með djúpblásvörtum lit. Slakandi nudd á herðar á meðan liturinn bíður. Stinnandi og mýkjandi Éminence Raspberry Eye Masque nuddað í kringum augun. Endað á endurnærandi Éminence Wild Plum Eye Cream sem er dúmpað létt á augnsvæðið.

Verð
60 mín. 17.900.

 Lash Lift, litun 1/1 og plokkun/vax

Settar eru þar til gerðar rúllur við augnhárin og permanentvökvi borinn á. Augnhárin verða fallega uppbrett. Hægt er að setja í bæði löng og stutt augnhár. Þægileg og sársaukalaus meðferð. Endist í 6-8 vikur. Síðan eru augnahár og brúnir litaðar eftir andlitsfalli hvers og eins.

Verð
90 mín. 20.900.