Klassísk handsnyrting
Veitir fallega snyrtar hendur og neglur. Byrjað er á að þjala og móta neglur. Naglabönd síðan snyrt og neglur bónþjalaðar. Í lokin er gefið notalegt handanudd upp að olnboga.

Verð
60 mín. 13.900.

70 mín. með lakki 14.900. (Lakk keypt sér)

Létt handsnyrting
Byrjað er á að þjala og móta neglur. Naglabönd síðan snyrt og neglur lakkaðar ef óskað er.

Verð
30 mín. 11.900.

Lúxus handsnyrting með paraffinmaska
Lúxusdekur fyrir hendur og handleggi. Til að endurnýja og styrkja húðina eru hendur nuddaðar upp úr mýkjandi kremskrúbb. Neglur þjalaðar og mótaðar. Naglabönd síðan snyrt og neglur bónþjalaðar. Síðan er gefið notalegt og slakandi handanudd upp að olnboga. Hendur síðan lagðar í ylvolgt og mjúkt paraffínvax sem mýkir húð og er einstaklega gott fyrir vöðva, liði og þá sem eru með liðagigt. Á meðan maskinn liggur á er gefið slakandi höfuðnudd.

Verð
70 mín. 19.900.

80 mín. með lakki 20.900. (Lakk keypt sér)

Lökkun
Lökkun á snyrtar neglur

15 mín. 8.900.

Þjölun og lökkun

30 mín. 11.900.