Í snyrtimeðferðum okkar notum við hinar margverðlaunuðu snyrtivörur frá Eminence. Vörur sem eru fullkomlega hreinar, (organic), vegan, án parabena og litarefna. Vegna frábærrar virkni Eminence verður húð þín silkimjúk og ljómandi og upplifun þín alveg einstök.
Í Meta Therapy andlitsmeðferðunum eru notaðar vörur frá Dermatude sem eru 100% náttúrulegar, framleiddar sérstaklega til að nota aðeins í þessari meðferð. Til að ná hámarksárangri býður Dermatude uppá fyrir og eftir húðvörur byggðar á innihaldsefnum úr professional húðvörunum eða svokölluðum „Subjectables“.
ATHUGIÐ! Öllum andlitsmeðferðum fylgir húðgreining, ráðlegging um rétta humhirðu húðar og val á réttum húðsnyrtivörum fyrir þína húðgerð.
Dermatude – Meta Therapy – Fegrunarmeðferð
100% náttúruleg sem endurnýjar og fegrar húð þína á sjáanlegan hátt.
Dermatude Meta Therapy er 100% náttúruleg fegrunarmeðferð sem vinnur gegn öldrun. Hægt er að framkvæma andlitsmeðferðina á öllu andlitinu, hálsinum, bringunni eða á ákveðnum svæðum andlitsins fyrir alhliða húðendurnýjun. Húðin fær betri áferð, fínni húðholur, hún verður þéttari, teygjanlegri og fær yngra yfirbragð. Snyrtimeðferð sem skilar árangri sem svipar til lýtaaðgerðar án lækisfræðilegrar aðkomu. Meta Therapy getur hægt töluvert á öldrun húðarinnar á sjáanlegan hátt. Meta Therapy örvar náttúrulegt ferli húðarinnar innan frá, þannig að framleiðsla kollagens og elastíns í húðinni fer aftur af stað og blóðrásin eflist. Jafnframt er húðinni bætt upp það sem hún hefur farið á mis við með virkum efnum eða svokölluðum „Subjectables“.
Verð
Meta Therapy andlit
50 mín. 28.500.-
Meta Therapy andlit og háls
75 mín. 35.500.-
Meta Therapy andlit, háls og bringa
90 mín. 44.500.-
Age Corrective andlitsmeðferð – Eykur collagen framleiðslu og þéttleika húðar með byltingarkenndu náttúrulegu Retinol og Ledljósi
Fáðu sléttari og áferðafallegri húð með exotic Coconut, Bambus og Neroli ásamt virkum efnum sem stroka í burtu þessar fínu línur. Húðin virðist þéttari og stinnari eftir aðeins 5 mínútur því kollagen- og frumuframleiðsla eykst. Byltingarkennt náttúrulegt Retinol með meiri virkni en hefðbundið Retinol og plöntustofnfrumur úr svissneskum grænum eplum auka endurnýjun og langlífi frumnanna.
Verð
90 mín. 23.900.-
Age Corrective Ultra – Hibiscus, Acai jurtirnar og Ledljós auka stinnleika og þéttni húðar Gefðu húðinni næringu og raka með Monoi og Neroli á meðan Bláber og Arctic Berry endurnýja efsta lag húðarinnar. Síðan koma Hibiscus og Acai til sögunar og gefa þessa stinnu og sléttu áferð og húðin geyslar.
Verð
90 mín. 23.900.-
Marin Flower Peptide Collagen andlitsmeðferð – Endurnýjandi “klár” kollagen Þegar náttúrulegum græn- og bláþörungakollagenhvötum er blandað saman gefur það húðinni mikla næringu og tvöfaldar þéttni og kollagenupptöku húðarinnar. Húðin verður sýnilega sléttari með færri fínum línum og hrukkum. Unglegra útlit.
Verð
90 mín. 22.900.-
Firm Skin Vitaskin andlitsmeðferð – Stinnar, þéttari og unglegri húð Endurvekur æsku og orku sem gerir húðina glóandi og fríska. Ávextir fullir af andoxunarefnum ásamt endurnýjandi berjum og vegan hyaluronic sýru vernda, endurnæra og yngja við hvert skref. Með áherslu á að styrkja, tóna og gefa raka verður þessi andlitsmeðferð þitt uppáhald!
Verð
90 mín. 22.900.-
Mangosteen andlitsmeðferð – Endurvekur húðina og dregur saman húðholur Mangosteen súper-ávöxturinn er ríkur andoxunargjafi og ásamt Lactic Acid Complex endurvekur hann húðina. Dregur saman húðholur og gefur húðinni geislandi og lýsandi yfirbragð. Nærum húðina með Mangosteen Daily Resurfacing Concentrate til að fjarlægja og koma í veg fyrir uppsöfnun óhreininda á húðinni. Endurvekjandi og gefur náttúrulegan ljóma.
Verð
75 mín. 20.900.-
Arctic Berry endurnýjandi andlitsmeðferð með sérstöku „Peptide Illuminating Complex“ – Frískari, skýrari og bjartari húð
Gefðu yfirbragði þínu alveg nýtt „útlit“ með þessum náttúrulega skrúbb og árangurinn verður ótrúlegur. Notaðar eru mildar en árangursríkar sýrur úr náttúrulegum efnum svo sem Hibiscus, korni, beiskum möndlum og sykri, til að meðhöndla öll húðvandamál. Öflug samsetning „Peptide Illuminating Complex“ ræðst á öldrunarþætti húðarinnar til að auka kollagenframleiðslu, minnka fínar línur og slaka á vöðvum andlitsins. Þú færð mýkra yfirbragð og meiri útgeislun. Bestur árangur næst með 4-6 vikna meðferð.
Verð
45 mín. 16.900.-
Yam & Pumpkin Enzyme Peel ávaxtasýrumeðferð m/nuddi – fyrir mislita, skemmda húð með fínum línum
Endurheimtu yngra útlit með hátæknilegri semsetningu af Yam og graskeri. Meðferð sem er ætlað að gefa hámarks árangur án þess að finna fyrir ertingu eða fá skemmdir eins og af völdum hefðbundinna sýrumeðferða. Einstök andlitsmeðferð til að jafna mislitan húðlit, sólarskemmdir og draga úr fínum línum. Rík af andoxunarefnum sem styrkja og stinna húðina.
Verð
60 mín. 18.900.-
Sweet Cheeks Jarðaberja og Rabbabara andlitsmeðferð – Til að rakajafna „þyrsta“ húð
Dúmpað er létt yfir húðina með hrísgrjónadufti til að slétta hana. Safarík jarðaber og róandi rabbarbari hjálpa til við að endurnýja og róa. „Þyrst“ húðin er svo endurnærð með hyaluronsýru úr Marshmallow extract. Húðin verður frískari og full af raka.
Verð
60 mín. 18.900.-
Wildflower andlitsmeðferð – nærandi og róandi fyrir húðina Innblásið af ungverskri arfleifð notar Eminence olíur Wildflower blómsins til að næra og róa húðina. Sérstaklega valin eru Evening Primrose, Pimula, Echinacea og Linden blóm til að loka inni rakan sem er svo mikilvægur fyrir húðina.
Verð
75 mín. 20.900.-
Bright Skin Vitaskin andlitsmeðferð – Fyrir ójafnan húðlit og dökka bletti
Þegar við einbeitum okkur að dökkum blettum og misjöfnum húðlit með endurnærandi innihaldsefnum Bearberry sem gera húðina bjartari, Lakkrís en hann lýsir bletti og Stone Crop sem róar, minnkar misjafni húðliturinn. Á meðan meðhöndlum við húðina með andoxunarefnum ásamt tveimur virkum plöntum; Gigawhite og Natural Hydroquinone Alternative sem leysa upp litamólikúl dökku blettanna og auka skýrleika húðar án þess að erta hana. Þessar ótrúlegu formúlur lýsa ekki bara húðina heldur auka kollagenframleiðslu hennar sem gefur húðinni heilbrigðara og unglegra útlit.
Verð
75 mín. 20.900.-
Calm Skin Vitaskin andlitsmeðferð – Fyrir viðkvæma húð og rósroða
Öflug blanda af græðandi jurtum sem draga úr roða, ertingu og ójafnvægi í húð. Minnkar bólgur og stuðlar að betri efnastarfsemi húðar. Chamomile er aðal undirstaðan í þessari meðferð ásamt Calendula og Arnica sem minnkar óþægindi þannig að húðin verður í meira jafnvægi og með heilbrigðara yfirbragð.
Verð
60 mín. 18.900.-
Clear Skin Vitaskin húðhreinsun – Fyrir blandaða- feita- og acne húð
Ein af mest seldu meðferðum í sögu Eminence er þessi áhrifaríka meðferð sem leysir öll vandamál er feit húð með mikla fílapensla og bólur og flekkótt húð eiga við. Agúrka, Tea Tree og Stone Crop hreinsa á meðan jógúrt fjarlægir varlega dauðar húðfrumur svo að heilbrigðar bakteríur nái að vinna til að koma jafnvægi á húðina. Ótrúlegur árangur en ekki róttækar aðgerðir!
Verð
60 mín. 18.900.-
Stone Crop „Lighten-Up!“ andlitsmeðferð
Afslappandi og mýkjandi andlitsmeðferð fyrir allar húðgerðir og sniðin að þörfum húðarinnar. Leitast er við að endurnýja og mýkja húðina til að draga úr húðertingu. Efni unnin úr Stone Crop plöntunni næra, græða og róa húðina og gefur henni ferskt og heilnæmt útlit.
Verð
60 mín. 18.900.-
Bættu við:
Bright Eyes – Slakandi augnmaskameðferð
Notað er ensím úr ávöxtum til að fjarlægja dauðar húðfrumur í þessari 4ra þrepa „Bright Eyes“ augnmeðferð. Hindber og Shea Butter djúpnæra húðina með sínum mikla raka. Síðan er kælandi agúrka, Cedar og Eyebright notað til að draga úr þrota og þreytu í kringum augun. Krem með járnríkri viltri Plómu er að lokum borið létt á.
Verð
30 mín. 9.900.-
Luscious Lips! – Þrýstnari varir
Notað er ensím úr sítrus og ananas til að laga og slétta í þessari 3ja þrepa varameðferð. Shea Butter og Avocado ólíumaski er síðan borinn á en hann mýkir og gerir varirnar þrýstnari. Í maskanum eru náttúruleg peptíð sem gera varirnar þrýstnari. Að lokum er nærandi jarðolíufrítt (petroleum)sítrus varakrem borið á.
Verð
30 mín. 9.900.-