5 leiðir til að verja þig frá því að fá húðkrabbamein

posted in: Fegurð og Spa | 0

Þegar það er eitthvað sem varðar húðina okkar þá höfum við öll einhvers konar áhyggjur varðandi hana. En hvort sem við séum að meðhöndla grófa húð, einkenni öldrunar eða vandamálahúð þá eru það sólarskemmdir sem eru aðal áhyggjuefnið.

Í Ungverjalandi starfrækir Éminence lífræntvottaðan búgarð og verjum við miklum tíma út í sólinni. Sama hver húðgerðin er getur hver sem er orðið fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar, eins og fyrstu merkjum um ótímabæra öldrun, litablettum á húð og í alvarlegri tilfellum, húðkrabbamein. Húðkrabbamein er eitt af algengustu tegundum krabbameins og á hverju ári greinast 5,4 milljónir manna með húðkrabamein í basal húðlögunum. Banvænasta tegund húðkrabbameins er melanoma æxli og má reikna með um 76.380 tilfellum af melanomahúðkrabbameini árið 2016. (Skin Cancer Foundation).

Þrátt fyrir það getur þú samt fengið þinn dagskammt af D-vítamíni án þess að skaða húðina. Hér koma nokkrar einfaldar ráðleggingar um það hvernig þú getur verndað húðina þína.

  1. Veldu rétt

Ef þér líður eins og húðin á þér sé að brenna, þá er mjög líklegt að svo sé. Sólargeislarnir eru sterkastir á milli klukkan 10-14 á daginn. Á þessum tíma dags, reyndu að vera í skugganum og eins lítið í sólinni og hægt er (Skin Cancer Foundation). Þegar þú ert úti í sólinni á þeim tíma, taktu þá pásu frá sólinni með því að slaka á í skugganum undir tré eða sólhlíf til að vernda húðina.

  1. Settu á þig htt, sólgleraugu og sólarvörn

Til að verja sig fyrir sólinni á áhrifaríkan hátt er best að setja á sig barðastóran hatt, sólgleraugu og sólarvörn. Mikilvægt er að hafa í huga að skaði vegna UV geisla getur orðið allan ársins hring. Notaðu því sólarvörn daglega, jafnvel þó það sé skýjað og veturkonungur ráði ríkjum. Boldijarre Koronczay framkvæmdastjóri Éminence Organic Skin Care mælir með því að nota Éminence Organics SPF moisturizer daglega og til að fá enn meiri vörn að setja púnktin yfir i-ið með uppáhalds litatóninum þínum af Éminence Organics Sun Defense Minerals. Krabbamein af völdum sólarinnar getur komið hvar sem er á líkaman. Nauðsynlegt er því að vernda öll þau svæði líkamans sem sólin skín á með sólarvörn eins og Éminence Organics Tropical Vanilla Body Sunscreen SPF 32.

  1. Notaðu sólarvörnina þína rétt

Sólarvörnin þín byrjar að virka um leið og hún er borin á, ekki satt? Bíddu, ekki endilega. The Skin Cancer Foundation mælir með því að nota sem samsvarar tveimur matskeiðum af sólarvörn á líkamann þinn um 30 mínútum áður en þú ferð út í sólina. Gott er að nota sem almenna reglu að bera aftur sólarvörn á sig að minnsta kosti einu sinni á tveggja klukkustunda fresti, sérstaklega ef þú er að synda eða hefur svitnað mikið.

Gott ráð: Þetta er alveg tilvalið fyrir ykkur herramennina til að vernda á ykkur skallann. Púðrið létt yfir með Éminence Organics Sun Defense Minerals. Það er einfalt að nota þessa vöru en hún er í duftformi og kemur í veg fyrir of mikla fitu- eða svitamyndun ofan á höfðinu. Svo er hún líka vatnsheld sem er alveg frábært!

  1. Forðastu að fara í ljósabekki eins og heitann eldinn

Ef þú ert nú þegar orðin brún/n, þá ertu komin með húðfrumuskemmdir. Brúni liturinn eru varnarviðbrögð húðarinnar gegn sólarskemmdum. Forðastu því að „baka“ húðina eins og heitan eldinn, sérstaklega í ljósabekkjum. Ertu ekki ennþá orðin sannfærð/ur? Í nýlegri rannsókn sem Skin Cancer Foundation stóð fyrir kom fram að fólk sem notaði ljósabekki áður en það varð 35 ára jók hættuna á því að fá sortuæxli um 75 prósent.      

  1. Skoðaðu húð þína mánaðarlega

Önnur leið til þess að minnka líkurnar á húðkrabbameini er að láta skoða húðina reglulega. Skin Cancer Foundation segir: „ef þú getur fundið það, getur þú stöðvað það“. Þrátt fyrir að melanoma sé algengasta húðkrabbameinið er auðvelt að lækna það ef það er greint á fyrstu stigum þess og meðhöndlað strax. Farðu inn á skincancer.org til að fræðast meira um hvernig þú getur sjálf/ur framkvæmt þína húðrannsókn.

Ert þú með aðrar ábendingar varðandi sólarvörn sem þú vilt deila með okkur? Segðu okkur þá frá þeim í ummælunum hér að neðan.