Aðventuleikur 2019, fyrsti í aðventu

posted in: Fegurð og Spa, Tilboð | 0

Aðventan er yndislegur tími til að njóta og dekra við sig. Þess vegna ætlum við hjá Fegurð og Spa að bregða á leik og gefa glæsilega dekurpakka því við viljum skarta okkar fegursta.

Til að komast í úrslit þarf að gera þrennt:
– Líka við síðuna okkar
– Kvitta fyrir
– Deila

Það er svo gaman að kíkja í jólapakkan svona aðeins fyrirfram!


Fyrsti í aðventu
Dekur litun og plokkun.
Tími 60 mín.

Innifalið í meðferð:
– Brúnir mótaðar með vaxi eða plokkun og litaðar með hlýjum brúnum lit
– Augnahár lituð með djúpblásvörtum lit
– Slakandi nudd á herðar
– Stinnandi og mýkjandi Éminence Raspberry Eye Masque* nuddað í kringum augun
– Endurnærandi Éminence Wild Plum Eye Cream* dúmpað létt á augnsvæði

*Raspberry Eye masque hefur hlotið verðlaun fyrir að gera húðina í kringum augun þéttari og stinnari og minnka dökka bauga. *Wild Plum Eye Cream vann til verðlauna fyrir að stinna og mýkja húðina á augnsvæði.
Í öllum meðferðum okkar notum við Éminence húðsnyrtivörur sem eru lífrænar og vegan.