Meðferðir júlímánaðar 2019

posted in: Fegurð og Spa, Tilboð | 0

Þegar húðin hefur verið í sólinni og fengið á sig þennan fallega brúna lit er nauðsynlegt að gefa
henni það besta og notalegasta til að endurheimta þann raka sem tapast hefur.
Raka- og næringarandlitsmeðferðin okkar gefur „þyrstri“ húð það jafnvægi og búst svo hún ljómi enn frekar.

Kynntu þér dekurmeðferðir mánaðarins hér að neðan.
Minnum á bókunarsímann okkar 595-7007
Vinsamlegast virðið bókaðan tíma og afpantið með minnst sólarhringsfyrirvara.

Calm Skin Vitaskin * andlitsmeðferð með litun á augnahár og brúnir.
Tími 90 mín.
Innifalið í meðferð:
* Litun á augnahár og brúnir, plokkun/vax
* Yfirborðshreinsun
* Djúphreinsun – græðandi jurtir sem draga úr roða og róa
* Nudd á andilit, bringu og axlir
* Chamomile* og Arnica* koma jafnvægi á húðina og endurnæra
* Endað á öflugum rakagjöfum og húðin verður frísk og full af raka.
Tilboðsverð: 15.850.- (Listaverð: 19.800.-)

*Calm Skin húðvörulínan okkar hefur hlotið verðlaun fyrir að vera bestu organic andlitsmeðferðavörur hjá hinu virta tískublaði Harper‘s Bazaar Malaysia Spa Awards, 2017.

Clear Skin Vitakin húðhreinsun með litun á brúnir og plokkun.
Tími 60 mín.
Innifalið í meðferð:
* Litun og plokkun á brúnir
* Yfirborðshreinsun – Stone Crop hreinsar
* Djúphreinsun – jógúrt fjarlægir dauðar húðfrumur til að koma jafnvægi á húðina
* Fílapenslar kreistir
* Clear Skin Probiotic Masque kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðar
* Clear Skin Probiotic Moisturizer viðheldur jafnvægi húðar
Tilboðsverð: 15.300.- (Listaverð: 19.100.-)

*Clear Skin Probiotic Maque og Clear Skin Probiotic Moisturizer hafa hlotið verðlaun fyrir
að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðar og viðhalda því.

Í Calm Skin Vitaskin og Clear Skin Vitaskin andlitsmeðferðunum notum við Éminence
húðsnyrtivörur sem eru lífrænar og vegan.
Á undan/eftir hverri meðferð er innifalin notaleg stund í spa-inu okkar með heitum pottum,
sánu og fallegu hvíldarsvæði við glitrandi norðurljós.

Sumarkveðjur, Fegurð og Spa stelpurnar
Allar tímapantanir eru í síma 595 7007