Aðventuleikur – Þriðji í Aðventu

posted in: Fegurð og Spa | 0

Sæl elskurnar, þá er komið að þriðja hluta Aðventuleiks okkar hér hjá Fegurð og Spa

Aðventan er yndislegur tími til að njóta og dekra við sig. Þess vegna ætlum við hjá Fegurð
og Spa að bregða á leik og gefa glæsilega dekurpakka. Til að taka þátt þarft þú að líka við
síðuna okkar, kvitta fyrir og deila. Það er svo gaman að kíkja í jólapakkan svona aðeins
fyrirfram ?

Vinningurinn að þessu sinni er: Dekur litun og plokkun

Innifalið í meðferð:

  • Brúnir mótaðar með vaxi eða plokkun og litaðar með hlýjum brúnum lit
  • Augnahár lituð með djúpblásvörtum lit
  • Slakandi nudd á herðar
  • Stinnandi og mýkjandi Éminence Raspberry Eye Masque* nuddað í kringum augun
  • Endurnærandi Éminence Wild Plum Eye Cream* dúmpað létt á augnsvæði