Aðventuleikur 2019, þriðji í aðventu

posted in: Fegurð og Spa, Tilboð | 0

Aðventan er yndislegur tími til að njóta og dekra við sig. Þess vegna ætlum við hjá Fegurð og Spa
að bregða á leik og gefa glæsilega dekurpakka því við viljum skarta okkar fegursta.
Til að komast í úrslit þarf að gera þrennt:
– Líka við síðuna okkar
– Kvitta fyrir
– Deila
Það er svo gaman að kíkja í jólapakkan svona aðeins fyrirfram

Fótsnyrting – Notalegt fótadekur
Tími 60 mín.

Það veitir vellíðan að vera með vel snyrtar og mjúkar fætur. Byrjað er á að mýkja upp fætur í
volgu vatni sem epsonsalti hefur verið bætt útí. Síðan eru neglur og naglabönd snyrt og hörð húð
fjarlægð. Í lokin er gefið notalegt fótanudd.

Innifalið í meðferð:

  • Volgt og notalegt fótabað sem mýkir og endurnærir
  • Neglur og naglabönd snyrt
  • Hörð húð fjarlægð
  • Fætur nuddaðir með Éminence Pear & Apple Massage Suofflé*

*Pear & Apple Massage Soufflé hefur fengið verðlaun fyrir að rakajafna húðina og
endurvekja ljóma hennar og mýkt.