Meðferðir septembermánaðar

posted in: Fegurð og Spa, Tilboð | 0

ÉG VEL HAUSTDEKUR FYRIR MIG!

Við ráðleggjum þér hvaða andlitsmeðferð og húðvörur henta þinni húðgerð.
Komum með hugmyndir um tímaáætlun til að þú getir lagt grunninn fyrir nýja þig.
Dekur litun og plokkun setur síðan púnktinn yfir i-ið og þá má haustið koma.
Kíktu til okkar í notalegheitin og leggstu á mjúkan bekkinn á meðan við dekrum við þig í
endurnærandi umhverfi.

Minnum á bókunarsímann okkar 831 5676
Vinsamlegast virðið bókaðan tíma og afbókið með minnst sólarhringsfyrirvara.

Microgreens Detox Andlitsmeðferð

Microgreens Detox andlitsmeðferð – Frískari, hreinni og bjartari húð
Tími 60 mín.
Innifalið í meðferð:

  • Yfirborðshreinsun – Stone Crop Cleansing Oil * – afeytrar, jafnar fituframleiðslu
  • Oxygenating Fizzofoliant * – afeytrar, súrefnisgefandi, stíflulosandi, mýkjandi
  • Bamboo Age Corrective Masque borinn á til að gefa húðinni extra góðan raka og næringu
  • Nudd með Citron Age-Defying Massage Soufflé og Facial Recovery Oil * – extra næring

Tilboðsverð: 11.900.- (Listaverð): 13.900.-

* Stone Crop Cleansing Oil hefur fengið viðkenningu „Soaps and Suds Insider‘s Guide to
Spas“ árið 2017. *Facial Recovery Oil er vinningshafi sem; Favorite Facial Oil hjá Beauty
Examiner 2015, Best Face Treatment Oil hjá Spa Professional Mexico 2015 ofl.

Dekur Litun og Plokkun

Dekur litun og plokkun
Tími 60 mín.
Innifalið í meðferð:

  • Brúnir mótaðar með vaxi eða plokkun og litaðar með hlýjum brúnum lit
  • Augnahár lituð með djúpblásvörtum lit
  • Slakandi nudd á herðar
  • Stinnandi og mýkjandi Éminence Raspberry Eye Masque* nuddað í kringum augun
  • Endurnærandi Éminence Wild Plum Eye Cream* dúmpað létt á augnsvæði

Tilboðsverð: 10.300.- (Listaverð: 12.100.-)

* Raspberry Eye masque hefur hlotið verðlaun fyrir að gera húðina í kringum augun þéttari
og stinnari og minnka dökka bauga. *Wild Plum Eye Cream vann til verðlauna fyrir að
stinna og mýkja húðina á augnsvæði.
Í öllum meðferðum okkar notum við Éminence húðsnyrtivörur sem eru lífrænar og vegan.

Kveðjur, Heiðdís, Fegurð og Spa – Glæsibæ.
Allar tímapantanir eru í síma 831 5676