Opnunartilboð

posted in: Fegurð og Spa, Tilboð | 0

NÝTT ÁR – NÝ ÞÚ – NÝ SNYRTISTOFA
GLEÐILEGT NÝTT ÁR elskulegu viðskiptavinir og takk innilega fyrir það liðna.
Í tilefni af opnun nýrrar snyrtistofu í Glæsibæ og nýtt frábært ár er gengið í garð erum við með
andlitsmeðferð sem markar upphafið að nýju og heilbrigðu útliti fyrir þig. Við ráðleggjum þér
hvaða andlitsmeðferð og húðvörur henta þinni húðgerð. Komum með hugmyndir um
meðferðartímaáætlun til að þú getir lagt grunninn fyrir NÝJA ÞIG.
Kíktu til okkar í notalegheitin og leggstu á mjúkan bekkinn á meðan við dekrum við þig í
endurnærandi umhverfi.

Minnum á bókunarsímann okkar 831 5676
Vinsamlegast virðið bókaðan tíma og afbókið með minnst sólarhringsfyrirvara.

Arctic Berry endurnýjandi andlitsmeðferð – Frískari, skýrari og bjartari húð.
Tími 75 mín
Gefðu yfirbragði þínu alveg nýtt „útlit“ með þessum náttúrulega skrúbb og árangurinn verður
ótrúlegur. Notaðar eru mildar en árangursríkar sýrur úr náttúrulegum efnum svo sem Hibiscus,
korni, beiskum möndlum og sykri til að meðhöndla öll húðvandamál. Öflug samsetning „Peptide
Illuminating Complex“ ræðst á öldrunarþætti húðarinnar til að auka kollagenframleiðslu, minnka
fínar línur og slaka á vöðvum andlitsins. Þú færð mýkra yfirbragð og meiri útgeislun. Bestur
áragur næst með því að koma í 4-6 skipta meðferð.

Innifalið í meðferð:

  • Yfirborðshreinsun – Eucalyptus gefur peel-efnunum mesta virkni
  • VitaSkin Exfoliating Peel – létt peel til undirbúnings
  • 1. skref Arctic Berry Enzyme Exfoliant
  • 2. skref Arctic Berry Pro Advanced Peel Activator Ma20
  • Maski borinn á til að róa og næra húðina
  • Endað á Arctic Berry Peptide Radiance Cream og húðin verður frískari, skýrari og bjartari

Tilboðsverð: 11.800.- (Listaverð): 13.900.-)

* Til að ná sem bestum árangri er ráðlagt að koma tvisvar í mánuði og nota Arctic Berry Peel&Peptide Illuminating System heima á milli andlitsmeðferða.

Nýárskveðjur, Fegurð og Spa stelpurnar.
Allar tímapantanir eru í síma 831 5676