Valentínusar/konudags tilboð fyrir ástina þína

posted in: Tilboð | 0

Dekraðu ástina þína upp úr skónum með gjafabréfi í þessa unaðslegu andlitsmeðferð og dekur litun og plokkun. Endum síðan á notalegri stund fyrir hana í spa-inu okkar.
COLLAGEN BÚST Í KULDANUM
Þegar frostið bítur í kinnarnar verður húðin þurr og strekt. Þá er notalegt að koma inn úr
kuldanum og leyfa okkur að næra húðina með dásamlegu COLLAGEN bústi. Leggjast á mjúkan
bekkinn á meðan við dekrum við þig í endurnærandi umhverfi.
Minnum á bókunarsímann okkar 595-7007
Vinsamlegast virðið bókaðan tíma og afbókið með minnst sólarhringsfyrirvara.

Marine Flower Collagen andlitsmeðferð – Þrístnari og ferskari húð
Tími 60 mín.
Innifalið í meðferð:

 • Yfirborðshreinsun – Eucalyptus gefur peel-efnunum mesta virkni
 • VitaSkin Exfoliating Peel – létt peel til undirbúnings
 • 1. skref Arctic Berry Enzyme Exfoliant
 • 2. skref Arctic Berry Pro Advanced Peel Activator Ma20
 • Maski borinn á til að róa og næra húðina
 • Endað á Arctic Berry Peptide Radiance Cream og húðin verður frískari, skýrari og bjartari
  Tilboðsverð: 16.065.- (Listaverð): 18.900.-

Dekur litun og plokkun
Tími 60 mín.
Innifalið í meðferð:

 • Brúnir mótaðar með vaxi eða plokkun og litaðar með hlýjum brúnum lit
 • Augnahár lituð með djúpblásvörtum lit
 • Slakandi nudd á herðar
 • Stinnandi og mýkjandi Éminence Raspberry Eye Masque* nuddað í kringum augun
 • Endurnærandi Éminence Wild Plum Eye Cream* dúmpað létt á augnsvæði
  Tilboðsverð: 9.265.- (Listaverð: 10.900.-)

*Raspberry Eye masque hefur hlotið verðlaun fyrir að gera húðina í kringum augun þéttari
og stinnari og minnka dökka bauga.

*Wild Plum Eye Cream vann til verðlauna fyrir að
stinna og mýkja húðina á augnsvæði.

Í öllum meðferðum okkar notum við Éminence húðsnyrtivörur sem eru lífrænar og vegan.
Á undan/eftir hverri meðferð bjóðum við upp á notalega stund í heitum pottum, sánu og
fallegu hvíldarsvæði við kertaljós og glitrandi norðurljós.

Kveðjur, Fegurð og Spa stelpurnar.
Allar tímapantanir eru í síma 595 7007