Aðventuleikur 2018

posted in: Fegurð og Spa, Tilboð | 0

Aðventan er yndislegur tími til að njóta og dekra við sig. Þess vegna ætlum við hjá Fegurð og Spa
að bregða á leik og gefa glæsilega dekurpakka því við viljum skarta okkar fegursta yfir jólin.

Til að komast í úrslit þarf að gera þrennt:

 1. Líka við síðuna okkar
 2. Kvitta fyrir
 3. Deila

Það er svo gaman að kíkja í jólapakkan svona aðeins fyrirfram!


Búið að draga út – Fyrsti í Aðventu

Fótaaðgerð – Notalegt nudd og faglegar leiðbeiningar.
Tími 60 mín.

Það er notalegt að koma í fótaaðgerð og eru það fótaaðgerðafræðingar sem meðhöndla hin ýmsu
fótamein. Má þar nefna það algengasta sem eru alskonar naglavandamál eins og þykkar eða
niðurgrónar neglur. Eru neglurnar annað hvort þynntar eða settar á þar til gerðar spangir, allt eftir
því hvað þarf hverju sinni. Hann fjarlægir einnig líkþorn og veitir ráðleggingar varðandi hvernig
koma á í veg fyrir núning og þrýsing svo að líkþorn myndist ekki. Gott er að láta
fótaaðgerðafræðing líta á fætur sínar til að hægt sé að finna hvort aðgerðar sé þörf jafnframt því
að fá leiðbeiningar um hentugan skóbúnað og fótaumhirðu.

Innifalið í meðferð:

 • Volgt og notalegt fótabað sem mýkir og endurnærir
 • Neglur og naglabönd snyrt
 • Hörð húð fjarlægð
 • Líkþorn mýkt og þykkar neglur lagfærðar
 • Fætur nuddaðir með Éminence Pear & Apple Massage Suofflé*

Á undan/eftir hverri meðferð er innifalin notalega stund í heitum pottum, sánu og fallegu
hvíldarsvæði við kertaljós og glitrandi norðurljós.


Búið að draga út – Annar í Aðventu

Marine Flower Collagen andlitsmeðferð – Þrístnari og ferskari húð.
Tími 60 mín.

Innifalið í meðferð:

 • Yfirborðshreinsun – Eucalyptus gefur peel-efnunum mesta virkni
 • VitaSkin Exfoliating Peel – létt peel til undirbúnings
 • 1. skref Arctic Berry Enzyme Exfoliant
 • 2. skref Arctic Berry Pro Advanced Peel Activator Ma20
 • Maski borinn á til að róa og næra húðina

Endað á Arctic Berry Peptide

Radiance Cream og húðin verður frískari, skýrari og bjartari

Á undan/eftir hverri meðferð er innifalin notalega stund í heitum pottum, sánu og fallegu
hvíldarsvæði við kertaljós og glitrandi norðurljós.


Búið að draga út – Þriðji í Aðventu

Microblade – Augabrúnatattoo.
Tími 120 mín.

Varanleg förðun/Tattoo
Svokölluð varanleg förðun er orðin afar

vinsæl ekki bara hjá fólki sem missir augabrúnirnar af

völdum sjúkdóma heldur líka þeim sem vilja skerpa línur augabrúna og augnumgjarðar í
fegrunarskini.
Nouveau Contour
Réttur litur er það mikilvægasta til að fá sem fallegasta útkomu. Þess vegna bjóðum við upp á hið
heimsþekkta merki í Permanent Make-up, Nouveau Contour, sem býr yfir sérhönnuðu litakerfi
og fallegum hágæða litum sem teljast þeir bestu á markaðinum í dag. Litirnir hafa verið prófaðir
hvað litastöðugleika varðar, öryggi/ofnæmi og útkomu eftir tattoo-veringu.

Á undan/eftir hverri meðferð er innifalin notalega stund í heitum pottum, sánu og fallegu
hvíldarsvæði við kertaljós og glitrandi norðurljós.


Fjórði í Aðventu

Dermatude – Andlitslyfting án skurðaðgerðar!
Tími 60 mín.

Stöðvar öldrun húðarinnar

Dermatude Meta Therapy getur hægt töluvert mikið á öldrun húðarinnar og í raun er hægt að draga verulega
úr sýnileika öldrunar.  Dermatude Meta Therapy örvar náttúrulegt ferli húðarinnar innan frá, þannig að
framleiðsla kollagens og elastíns í húðinni fer aftur af stað og blóðrásin eflist. Jafnframt er
húðinni bætt upp það sem hún hefur farið á mis við, með virkum efnum, eða svokölluðum
„Subjectables“. Snyrtimeðferð sem skilar árangri sem svipar til lýtaaðgerðar án
læknisfræðilegrar aðkomu.
Valkostur á við andlitslyftingu
Dermatude Meta Therapy er 100% náttúruleg fegrunarmeðferð sem endurnýjar og fegrar húðina.
Dermatude Meta Therapy vinnur sérstaklega vel á:

 • Djúpum hrukkum
 • Fínum línum
 • Baugum
 • Slappri húð
 • Bóluörum
 • Litabreytingum
 • Stórum húðholum

*Til að ná sem bestum árangri er ráðlagt að taka þriggja mánaða andlitsmeðferðina. Komið
er þá vikulega fyrsta mánuðinn og aðra hverja viku hina tvo mánuðina. Notaðar eru
Dermatude vörur heima á meðan á andlitsmeðferðinni stendur til að hámarka árangurinn.
Á undan/eftir hverri meðferð er innifalin notalega stund í heitum pottum, sánu og fallegu
hvíldarsvæði við kertaljós og glitrandi norðurljós.