Lokað vegna samkomubanns

posted in: Fegurð og Spa | 0

Kæru viðskiptavinir,

Frá og með þriðjudeginum 24. mars, munum við hafa lokað hjá Fegurð og Spa. Lokunin stendur til 14. apríl samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisráðherra.Við bíðum spenntar eftir að geta opnað dyr okkar aftur og tekið á móti ykkur í dekur. Á meðan er þó opið fyrir vörusöluna hjá okkur og við veitum sérsniðna ráðgjöf varðandi umhirðu húðar og heimadekur og einnig er ykkur velkomið að hringja inn í síma 831 5676

Við bjóðum allar okkar vörur með 20% afslætti svo það er tilvalið að gera góð kaup og versla þín uppáhalds krem.

Höfum opið næstu tvo fimmtudaga frá kl. 12-17
Hafir þú ekki tök á að kíkja erum við með fría heimsendingarþjónustu meðan á samkomubanni stendur. Þú einfaldlega hringir í okkur og pantar og við keyrum vörurnar heim til þín.

Við munum hafa samband við alla þá sem eiga tíma og finna nýja tíma þegar yfirvöld leyfa okkur að opna aftur.

Farið vel með ykkur kæru viðskiptavinir og við hlökkum til að taka á móti ykkur þegar samkomubanni líkur.

Hlýjar kveðjur,
Fegurð og Spa, sími 831 5676