Meðferðir aprílmánaðar

posted in: Fegurð og Spa, Tilboð | 0

Nú er gott að byrja að undirbúa húðina fyrir sumarið.
Hvernig væri að kíkja til okkar í notalegheitin og leggjast á mjúkan bekkinn á meðan við
dekrum við þig í endurnærandi umhverfi.
Kynntu þér flottu meðferðir mánaðarins hér.

Minnum á bókunarsímann okkar 595-7007
Vinsamlegast virðið bókaðan tíma og afbókið með minnst sólarhringsfyrirvara.

 

Nýtt upphaf fyrir rakaþurra húð (Sweet Cheeks*) með litun á brúnir og plokkun.
Tími 90 mín.

Innifalið í meðferð:

 • Litun og plokkun á augabrúnir
 • Yfirborðshreinsun – hrísgrjónadufti er dúmpað létt yfir húðina til að slétta hana
 • Safarík jarðaber og róandi rabbarbari endurnýja og róa
 • Nudd á andilit, bringu og axlir
 • Hyaluronsýra úr Marshmallow extract endurnærir „þyrsta“ húðina
 • Endað á öflugum rakagjöfum og húðin verður frísk og full af raka

Tilboðsverð: 14.500.- Listaverð: 18.100.-

*Strawberry Rhubarb Dermafoliant og Strawberry Rhubarb hyaluronic Serum hafa hlotið verðlaun fyrir að rakajafna „þyrsta“ húð.

Húðhreinsun (Clear Skin Vitakin*) með litun á brúnir og plokkun.
Tími 60 mín

Innifalið í meðferð:

 • Litun og plokkun á brúnir
 • Yfirborðshreinsun – Stone Crop hreinsar
 • Djúphreinsun – jógúrt fjarlægir dauðar húðfrumur til að koma jafnvægi á húðina
 • Fílapenslar kreistir
 • Clear Skin Probiotic Masque kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðar
 • Clear Skin Probiotic Moisturizer viðheldur jafnvægi húðar

Tilboðsverð: 11.300.- Listaverð: 14.100.-

*Clear Skin Probiotic Maque og Clear Skin Probiotic Moisturizer hafa hlotið verðlaun fyrir að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðar og viðhalda því.
Í Sweet Cheeks og Clear Skin Vitaskin andlitsmeðferðirnar notum við Éminence húðsnyrtivörur sem eru lífrænar og vegan.

Á undan/eftir hverri meðferð bjóðum við upp á notalega stund í heitum pottum, sánu og fallegu hvíldarsvæði við kertaljós og glitrandi norðurljós.

 

Sumarkveðjur, Fegurð og Spa stelpurnar
Allar tímapantanir eru í síma 595 7007